Íslendingaganga
Göngutúr um miðborgina OKKAR!
Íslenskir Túrhestar!
Reykjavík á sér langa sögu aftur til Ingólfs, þó bærinn sjálfur hafi ekki myndast fyrr en við Innréttingarnar á miðri 18. öld. Það ættu flestir íslendingar að vita. Við leitumst við að dýpka skilning gesta á höfuðborginni okkar. Hús og dauðir hlutir sem eru allt í kringum okkur og er aldrei minnst á, fá nú loksins að segja eigin sögu.
Möguleiki á að bæta við matarupplifun við ferðina, matarsmakk og jafnvel bjórsmakk ef gestir hafa áhuga á því. Við mælum eindregið með því að enda svo á veitingastað, bar eða jafnvel í pílu til að fullkomna kvöldið.
Við mælum með að hámarki 20 manns per leiðsögumann.
Verðið miðast við leiðsögumann.
- 40.000 ISK
- 1-3 klst.
- Allt árið um kring!
- Allir aldurshópar!
- Wheelchair Accessible
Við getum bætt ýmsu við túrinn ef áhugi er fyrir hendi. Smakk á börum eða veitingastöðum, heimsóknir í kirkjur eða söfn, pylsa eða pulsa o.s.fv.
Við viljum einnig minna fólk á að “ölvun ógildir miðann” 😉
Booking
Reserve your spot now!
Allir áhugasamir eru hvattir til að koma sér í samband og leita frekari upplýsinga í síma 7877779 eða 8230760 (Marteinn), einnig er hægt að senda okkur e-mail á [email protected]
Í flestum tilfellum getum við tekið á móti hópum, og jafnvel með stuttum fyrirvara. Helgar og summer season er þó aðeins erfiðara en virkir dagar og um vetur.
See FAQ and get in touch here