Íslendingaganga

Göngutúr um miðborgina OKKAR!

Íslenskir Túrhestar!

Reykjavík á sér langa sögu aftur til Ingólfs, þó bærinn sjálfur hafi ekki myndast fyrr en við Innréttingarnar á miðri 18. öld. Það ættu flestir íslendingar að vita. Við leitumst við að dýpka skilning gesta á höfuðborginni okkar, sérstaklega því liðna í gegnum myndir sem eru á víð og dreif um bæinn á skiltum sem við löbbum framhjá daglega en virðum lítið fyrir okkur. Hús og dauðir hlutir sem eru allt í kringum okkur og er aldrei minnst á, fá nú loksins að segja eigin sögu.

Uppbygging göngutúrsins er að fara um söguslóðir Kvosinnar og jafnvel eitthvað uppí Þingholt ef tími gefst til. Mælt er með því að enda á bar í drykk eða veitingastað til að fullkomna kvöldið fyrir gesti. Hóparnir geta séð um slíkt sjálfir eða við aðstoðað við bókun á borði. Einnig er mögulegt að hafa barstopp á miðri leið til hlýju ef gengið er um vetur.

  • 40.000 ISK
  • 1-3 klst.
  • Allt árið um kring!
  • Allir aldurshópar!
  • Wheelchair Accessible

This Tour is only conducted in Icelandic!
Við mælum með að hámarki 20 manns per leiðsögumann.
Verðið miðast við leiðsögumann.

Við getum bætt ýmsu við túrinn ef áhugi er fyrir hendi. Smakk á börum eða veitingastöðum, heimsóknir í kirkjur eða söfn, pylsa eða pulsa o.s.fv.
Við viljum einnig minna fólk á að “ölvun ógildir miðann” 😉

Booking

Reserve your spot now!

Allir áhugasamir eru hvattir til að koma sér í samband og leita frekari upplýsinga í síma 7877779 eða 8230760 (Marteinn), einnig er hægt að senda okkur e-mail á [email protected]

Í flestum tilfellum getum við tekið á móti hópum, og jafnvel með stuttum fyrirvara. Helgar og summer season er þó aðeins erfiðara en virkir dagar og um vetur.

See FAQ and get in touch here

Testimonials

Comments from our previous guests